Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1881 svör fundust

Er sama frá hvaða landi bóluefni gegn COVID-19 koma?

Áður en bóluefni (og önnur lyf) eru tekin í almenna notkun þurfa þau að fá markaðsleyfi eða neyðarleyfi frá eftirlitsstofnunum eins og Evrópsku lyfjastofnuninni (e. European Medicines Agency, EMA) eða Lyfjastofnun Bandaríkjanna (e. Food and Drug Admininstration, FDA) og/eða lyfjastofnunum einstakra landa. Leyfi fy...

Nánar

Hver var Linus Pauling og hvert var hans framlag til fræðanna?

Linus Carl Pauling var fæddur í Portland, Oregon 1901. Faðir hans var Herman Henry William Pauling, lyfsali af þýsku ætterni en móðir hans var Lucy Isabella Darling af ensk-skosku ætterni. Pauling var einn af áhrifamestu vísindamönnum tuttugustu aldarinnar. Hann var afburðavísindamaður í fræðilegri efnafræði og...

Nánar

Hvað eru átröskunarsjúkdómar?

Átraskanir eru alvarlegir langvinnir geðsjúkdómar sem einkennast af miklum truflunum á mataræði. Þekktustu átraskanirnar eru lystarstol (anorexía) og lotugræðgi (búlemía), en í báðum þessum tilfellum eru sjúklingarnir mjög uppteknir af líkamsþyngd og hræðslu við að þyngjast. Átraskanir valda iðulega alvarlegum lí...

Nánar

Hvernig er farið að því að greina lungnakrabbamein?

Þegar grunur vaknar um lungnakrabbamein eru gerðar ýmsar rannsóknir til að staðfesta greininguna, en jafnframt til að meta útbreiðslu meinsins og almennt ástand sjúklingsins. Reynt er að velja þær rannsóknir sem veita mestar upplýsingar en hafa sem minnsta áhættu fyrir sjúklinginn.[1] Mynd 1: Röntgenmynd af lun...

Nánar

Er til getnaðarvarnarpilla eða -sprauta fyrir karlmenn?

Hér er einnig svarað spurningunni:Er til önnur getnaðarvörn fyrir karla en smokkur?Fyrir utan ófrjósemisaðgerð er smokkurinn enn sem komið er eina getnaðarvörnin á almennum markaði fyrir karlmenn. Smokkur er ekki 100% örugg getnaðarvörn en kostur hans er að hann er einnig vörn gegn mörgum kynsjúkdómum. Mikilvægi h...

Nánar

Hverjir rannsaka eldgos?

Eldfjallafræði er þverfagleg fræðigrein þar sem vísindamenn með margvíslegan bakgrunn leggjast á eitt við rannsóknir á eldvirkni. Jarðvísindamenn eru stærsti hópurinn og þeir fást við rannsóknir á öllum hliðum eldgosa. Aðrir sem koma að rannsóknum eldgosa eru til dæmis líffræðingar, sagnfræðingar og læknar sem ran...

Nánar

Hvað eru um það bil margir vísindamenn á Íslandi?

Til að geta fundið eitthvert svar við spurningunni þarf að kunna skil á því hvað séu vísindi. Hugtakið 'vísindi' þýðir 'þekking' eða 'kunnátta'. Webster's New Collegiate Dictionary skilgreinir vísindi að sama skapi sem „þekkingu sem aflað er með rannsóknum eða reynslu [e. study or practice]“. Því má gera ráð fyrir...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Henry Petersen rannsakað?

Pétur Henry Petersen er dósent í taugavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Taugakerfið skilgreinir okkur og sjúkdómar er tengjast því hafa áhrif á alla. Sérstaklega á það við eftir því sem við eldumst. Pétur hefur fengist við rannsóknir á tilurð, starfsemi og sjúkdómum taugakerfisins. Rannsóknir á starfsemi...

Nánar

Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum var stofnað árið 2004 og er það staðsett að Garðvegi 1 í Sandgerði. Þar eru einnig til húsa Náttúrustofa Reykjaness, Botndýrarannsóknastöðin (BIOICE) og Fræðasetrið í Sandgerði en frá upphafi hefur Sandgerðisbær staðið myndarlega að uppbyggingu og rekstri þessara stofna...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Marteinsdóttir rannsakað?

Bryndís Marteinsdóttir er verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Rannsóknir hennar eru á sviði plöntuvistfræði og snúa einkum að uppbyggingu plöntusamfélaga og áhrifum mismunandi þátta á þurrlendisvistkerfi. Bryndís hefur stundað rannsóknir í samstarfi við erlenda og innlenda vísindamenn. Hér má nefna rannsók...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurjón Baldur Hafsteinsson rannsakað?

Sigurjón Baldur Hafsteinsson er prófessor í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Sigurjóns Baldurs hafa meðal annars snúið að viðhorfi Íslendinga til dauða og sorgar, en þau viðhorf eru tengd félagspólitískum breytingum sem orðið hafa á Íslandi á undanförnum þrjátíu árum. Söfn...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ása Ólafsdóttir stundað?

Ása Ólafsdóttir er prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hún er meðal annars formaður óbyggðanefndar, varadómari við EFTA-dómstólinn, ritstjóri Lagasafns, situr í réttarfarsnefnd og í nefnd um dómarastörf. Ása er einnig virk í s...

Nánar

Fleiri niðurstöður